Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2023 20:37 Edda Falak er þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttarins Eigin kvenna. Vísir/Vilhelm Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira