Alfreð bjargaði stigi gegn toppliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 15:31 Alfreð er kominn á blað í Danmörku. Lyngby Alfreð Finnbogason sá til þess að Íslendingalið Lyngby nældi í stig þegar danska úrvalsdeildin í fótbolta hófst að nýju eftir jólafrí. Aron Elís Þrándarsson spilaði rétt rúma mínútu með OB og B-deildarlið Sønderjyske gerði markalaust jafntefli. Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira