Telja að Hákon Arnar ætti að kosta tæplega þrjá milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 08:30 Hákon Arnar Haraldsson í leik gegn Borussia Dortmund. Joachim Bywaletz/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að gera það gott í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann spilar fyrir meistaralið FC Kaupmannahafnar. Hann var eftirsóttur í janúar og það er ljóst að ef FCK ákveður að selja leikmanninn mun það aðeins vera fyrir ágætis upphæð. Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK þegar liðið hóf leik að nýju í dönsku úrvalsdeildinni. Meistararnir mættu Silkeborg og unnu sannfærandi 3-0 útisigur. Þá Hákon Arnar hafi ekki komist á blað þá efast engi um gæði hans. Hlaðvarp á vegum danska fjölmiðilsins B.T. velti nýverið fyrir sér hverjir væru verðmætustu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag. Skagamaðurinn ungi var þar í öðru sæti. View this post on Instagram A post shared by Fodboldidioterne (@fodboldidioterne) Ernest Nuamah, 19 ára gamall vængmaður toppliðs Nordsjælland, var á toppi listans en hann er metinn á 151 milljón danskra króna eða 3,15 milljarða íslenskra króna. Þar á eftir kom Hákon Arnar en hann er metinn á 135 milljónir danskra króna eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Aðrir á listanum eru Gustav Isaksen [Midtjylland], Adama Nagalo [Nordsjælland] og Kamil Grabara [FCK]. Red Bull Salzburg frá Austurríki vildi fá Hákon Arnar í janúar en FCK neitaði tilboði félagsins upp á tvo milljarða íslenskra króna. Ef marka má mat B.T. þarf Salzburg að punga út tæplega milljarði til viðbótar ef þeir vilja fá Skagamanninn unga í sínar raðir. Salzburg virðist líka vel við ljóshærða framherja frá Norðurlöndunum en félagið festi kaup á Erling Braut Håland árið 2019. Sá gerði gott mót í Austurríki og hrellir í dag varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir að Hákon Arnar fari ekki fet Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja. 30. janúar 2023 20:00 Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund. 2. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK þegar liðið hóf leik að nýju í dönsku úrvalsdeildinni. Meistararnir mættu Silkeborg og unnu sannfærandi 3-0 útisigur. Þá Hákon Arnar hafi ekki komist á blað þá efast engi um gæði hans. Hlaðvarp á vegum danska fjölmiðilsins B.T. velti nýverið fyrir sér hverjir væru verðmætustu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag. Skagamaðurinn ungi var þar í öðru sæti. View this post on Instagram A post shared by Fodboldidioterne (@fodboldidioterne) Ernest Nuamah, 19 ára gamall vængmaður toppliðs Nordsjælland, var á toppi listans en hann er metinn á 151 milljón danskra króna eða 3,15 milljarða íslenskra króna. Þar á eftir kom Hákon Arnar en hann er metinn á 135 milljónir danskra króna eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Aðrir á listanum eru Gustav Isaksen [Midtjylland], Adama Nagalo [Nordsjælland] og Kamil Grabara [FCK]. Red Bull Salzburg frá Austurríki vildi fá Hákon Arnar í janúar en FCK neitaði tilboði félagsins upp á tvo milljarða íslenskra króna. Ef marka má mat B.T. þarf Salzburg að punga út tæplega milljarði til viðbótar ef þeir vilja fá Skagamanninn unga í sínar raðir. Salzburg virðist líka vel við ljóshærða framherja frá Norðurlöndunum en félagið festi kaup á Erling Braut Håland árið 2019. Sá gerði gott mót í Austurríki og hrellir í dag varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir að Hákon Arnar fari ekki fet Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja. 30. janúar 2023 20:00 Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund. 2. nóvember 2022 21:48 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Sjá meira
Segir að Hákon Arnar fari ekki fet Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja. 30. janúar 2023 20:00
Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund. 2. nóvember 2022 21:48