Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádeginu segjum við frá því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segir brunavörnum verulega ábótavant á áfangaheimilinu í Vatnagörðum þar sem eldur kviknaði á dögunum.

Þá fjöllum við áfram um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en Eflingarfólk samþykkti í gær að fara í enn víðtækari aðgerðir. Þá stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal félaga í SA um verkbann á Eflingarfólk.

Einnig heyrum við í forstjóra Landsvirkjunar en fyrirtækið ætlar að greiða tuttugu milljarða króna í arð til ríkisins eftir sögulega góðan árangur í fyrra. 

Þá fjöllum við um heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu og ræðum við hjúkrunarfræðing sem kallar á stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×