Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 11:43 Eitt af fjölmörgum minnismerkjum í Kænugarði höfuðborg Úkraínu um fórnarlömb hungursneyðar Stalins í landinu á árunum 1932-1933. Getty/Andre Luis Alves Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26