„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 19:01 Gunnar Magnússon og Guðmundur Guðmundsson saman á HM í handbolta í síðasta mánuði vísir/vilhelm Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira