Þrenna Di María skaut Juventus áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 19:47 Ángel Di María var hetja Juventus í kvöld. EPA-EFE/Mohamad Badra Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. Þremur af átta leikjum kvöldsins í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta er nú lokið. Eftir að gera 1-1 jafntefli við Nantes á heimavelli sínum í Torínó þá vann Juventus einstaklega sannfærandi 3-0 útisigur í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum. Ángel Di María kom Juventus yfir strax á 5. mínútu og hann tvöfaldaði forystuna stundarfjórðungi síðar með marki úr vítaspyrnu. Nicolas Pallois hafði gerst brotlegur innan teigs og fékk að líta rauða spjaldið að launum. Það var því í raun aldrei spurning hvort liðið færi áfram. Di María fullkomnaði svo þrennu sína á 78. mínútu og sá endanlega til þess að vonir heimamanna um endurkomu hurfu. Lokatölur 0-3 og Juventus komið áfram. ANGEL DI MARIA HAS HIS FIRST JUVENTUS HAT TRICK pic.twitter.com/r3ZGnx1p5G— ESPN FC (@ESPNFC) February 23, 2023 Elías Rafn Ólafsson sat á varamannabekknum er Midtjylland tapaði 0-4 á heimavelli gegn Sporting frá Portúgal. Fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-1 jafntefli. PSV Eindhovan vann 2-0 sigur á Sevilla en þar sem gestirnir frá Andalúsíu unnu fyrri leikinn 3-0 þá fóru þeir áfram. At full time of Sevilla eliminating PSV from the Europa League, a fan ran on to the field to attack Sevilla keeper Marko Dmitrovi .Dmitrovi pinned him down until security took him away pic.twitter.com/CRKGxTQCwe— B/R Football (@brfootball) February 23, 2023 Bayer Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Þremur af átta leikjum kvöldsins í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta er nú lokið. Eftir að gera 1-1 jafntefli við Nantes á heimavelli sínum í Torínó þá vann Juventus einstaklega sannfærandi 3-0 útisigur í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum. Ángel Di María kom Juventus yfir strax á 5. mínútu og hann tvöfaldaði forystuna stundarfjórðungi síðar með marki úr vítaspyrnu. Nicolas Pallois hafði gerst brotlegur innan teigs og fékk að líta rauða spjaldið að launum. Það var því í raun aldrei spurning hvort liðið færi áfram. Di María fullkomnaði svo þrennu sína á 78. mínútu og sá endanlega til þess að vonir heimamanna um endurkomu hurfu. Lokatölur 0-3 og Juventus komið áfram. ANGEL DI MARIA HAS HIS FIRST JUVENTUS HAT TRICK pic.twitter.com/r3ZGnx1p5G— ESPN FC (@ESPNFC) February 23, 2023 Elías Rafn Ólafsson sat á varamannabekknum er Midtjylland tapaði 0-4 á heimavelli gegn Sporting frá Portúgal. Fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-1 jafntefli. PSV Eindhovan vann 2-0 sigur á Sevilla en þar sem gestirnir frá Andalúsíu unnu fyrri leikinn 3-0 þá fóru þeir áfram. At full time of Sevilla eliminating PSV from the Europa League, a fan ran on to the field to attack Sevilla keeper Marko Dmitrovi .Dmitrovi pinned him down until security took him away pic.twitter.com/CRKGxTQCwe— B/R Football (@brfootball) February 23, 2023 Bayer Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira