Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand.
Vólódímir Selenskí, Úkraínuforseti, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann telur tillögurnar til marks um að þeir vilji taka þátt í friðarumleitunum og vill funda með forseta Kína.
Þá fjöllum við um framkvæmdir við stærsta Landeldi landsins sem rísa á í Þorlákshöfn og skoðum áhugaverða ákvörðun Hæstaréttar Spánar um nektarnýlendu þar í landi.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.