Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forseti Alþýðusambandsins segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins varða verkalýðshreyfinguna í heild og býst við niðurstöðu á næstu dögum. ASÍ hefur fyrir hönd Eflingar stefnt SA fyrir Félagsdómi vegna boðaðs verkbanns. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um stöðu heimilislausra. Framkvæmdastjóri og talskona Rótarinnar segir Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa.

Á fjórða tug flóttafólks drukknaði þegar bátur fórst undan suðausturstönd Ítalíu. Slæmt var í sjóinn og skipið sagt hafa steytt á klettum. Ungabarn og nokkur börn eru sögð meðal þeira látnu. Leit stendur yfir að fólki í sjónum og talið nær öruggt að tala látinna muni hækka.

Þá fylgjumst við með húsnæðismálum í Hrísey og tökum stöðuna á helstu skíðasvæðum landsins sem þurftu að loka svæðinu nú þegar flest börn landsins eru í vetrarfríi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×