Hættur eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og fleiri hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 11:56 Noel Le Graet var kjörinn til að starfa sem forseti franska knattspyrnusambandsins út árið 2024 en hefur nú verið bolað í burtu. Getty/Harold Cunningham Hinn afar umdeildi Noël Le Graët er endanlega hættur sem forseti franska knattspyrnusambandsins, eftir að hafa meðal annars verið sakaður um kynferðislega áreitni. Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti. Franski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Le Graët, sem er 81 árs gamall, tók við sem forseti franska sambandsins árið 2011 og hefur því gegnt starfinu á einu besta skeiði í sögu franskrar knattspyrnu þar sem franska karlalandsliðið varð heimsmeistari 2018 og komst í úrslitaleik HM 2022 og EM 2016. Í byrjun þessa árs komst Le Graët í fréttirnar vegna ummæla þess efnis að hann myndi ekki svara símtali frá Zinedine Zidane varðandi þjálfarastarf hjá franska landsliðinu. Á meðal fjölmargra sem gagnrýndu Le Graët, bæði stjórnmálamanna og íþróttafólks, var stærsta knattspyrnustjarna Frakka, Kylian Mbappé, sem sagði að ekki mætti vanvirða goðsögn eins og Zidane væri. Nokkrum dögum seinna kom svo í ljós að Le Graët sætti rannsókn vegna gruns um kynferðislega áreitni og fleira til, og umboðsmaðurinn Sonia Souid sakaði hann opinberlega í fjölmiðlum um kynferðislega áreitni. Le Graët var gert að stíga til hliðar vegna rannsóknarinnar og nú er orðið ljóst að hann tekur ekki aftur til starfa. Samkvæmt úttekt sem íþróttamálaráðuneyti Frakklands lét gera var honum ekki lengur treystandi til að vera fulltrúi og stjórnandi í íþróttagrein, vegna hegðunar hans gagnvart konum. Hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Philippe Diallo, sem verið hefur varaforseti, stýrir franska sambandinu til bráðabirgða fram til 10. júní hið minnsta en þá kemur þing saman. Le Graët hafði verið kosinn til að stýra franska sambandinu út árið 2024. Diallo tekur við í miðjum stormi vegna kvennalandsliðs Frakklands sem er á leið á HM næsta sumar án fyrirliðans Wendie Renard. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki spila fyrir franska landsliðið og samkvæmt spænska miðlinum RMC Sport er aðalástæðan landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre sem fleiri leikmenn hafa sett sig upp á móti.
Franski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira