Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum heyrum við sjónarmið veitingamanna sem segja ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka.

Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að farið verði í harðari aðgerðir en yfirvinnubann náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning.

Og þá heyrum við í hagfræðingi sem segir að ítrekaðar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans séu skammtímalausn á efnahagsvandanum sem nú blasi við

Einnig fjöllum við um morgunverðarfund sem mennta- og barnamálaráðherra hélt í morgun og fjallaði um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×