Óðinn um markið ótrúlega úr hornkastinu: „Reyni þetta aldrei aftur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Óðinn Þór Ríkharðsson storkaði handboltalögmálunum með því að skora beint úr hornkasti. vísir/vilhelm Óðinn Þór Ríkharðsson segir að það hafi lengi blundað í sér að reyna að skora úr hornkasti eins og hann gerði í Evrópudeildinni í handbolta á dögunum. Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira