Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2023 10:00 Viðtalið var tekið á sparkvelli við Laugarnesskóla. Skömmu eftir að það fréttist að þátttakandi í Söngvakeppninni væri þar flykktust krakkarnir í kringum Braga Bergsson, spiluðu fótbolta við og fengu myndir af sér með honum. vísir/egill Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar. Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum. Fótbolti Eurovision Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum.
Fótbolti Eurovision Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira