Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2023 14:14 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32