Veitingarekstur í Japan í uppnámi vegna „sushi-terrorista“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 07:41 Það þarf bara einn til að eyðileggja fyrir öllum. Getty Veitingakeðjur í Japan sem hafa boðið upp á sushi á færibandi íhuga nú að skipta yfir í hefðbundna þjónustu þar sem maturinn er borinn á borð af þjónum. Ástæðan er faraldur óprúttinna aðila sem leikur sér að því að eiga við matinn. Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað. Japan Matur Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað.
Japan Matur Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira