Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2023 23:02 Herforingjaráð Úkraínu segir að hermaðurinn sem var skotinn hafi heitið Timofiy Mykolayovich Shadura. Herforingjaráð Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. Í ávarpi sem forsetinn hélt í gærkvöldi sagði hann að „morðingjarnir“ myndu finnast. Myndbandið sem um ræðir sýnir hermann standa í grunnum skurði, reykjandi sígarettur. Maðurinn með myndavélina virðist vera að bakka frá honum þegar úkraínski hermaðurinn segir: „Slava Ukraini“ eða „Lifi Úkraína“. Við það var hann skotinn margsinnis af nokkrum rússneskum hermönnum og sagði einn þeirra eftir á: „Drepstu hundur“. Nafngreindu hermanninn Herforingjaráð Úkraínu sagði frá því í dag að hermaðurinn héti Timofiy Mykolayovich Shadura. Í yfirlýsingu segir að myndbandið sýni hvernig „einskis virði morðingjar“ haga sér. Það sýni einnig að markmið Rússa með innrás þeirra í Úkraínu sé að gera útaf við úkraínsku þjóðina. Þar segir einnig að Úkraínumenn muni ná fram hefndum en það verði gert á löglegan og réttlátan hátt, á vígvöllunum, í dómsölum eða fyrir alþjóðlegum dómstól. Dauða allra úkraínskra hermanna verði hefnt með þessum hætti. Í frétt BBC segir að forsvarsmenn herdeildar hermannsins hafi sagt að hann hafi týnst nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu þann 3. febrúar. Líki hans hafi þó ekki verið skilað og ekki sé hægt að staðfesta að um Shadura sé að ræða. Þar er einnig rætt við systur hans sem segist hafa þekkt hann á myndbandinu. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði myndbandið sýna enn og aftur að Rússar væru að stunda þjóðernishreinsanir í Úkraínu og kallaði eftir því að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn tæki málið til rannsóknar. Horrific video of an unarmed Ukrainian POW executed by Russian forces merely for saying "Glory to Ukraine". Another proof this war is genocidal. It is imperative that @KarimKhanQC launches an immediate ICC investigation into this heinous war crime. Perpetrators must face justice.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 6, 2023 Úkraínumenn hafa lengi sakað Rússa um stríðsglæpi gegn úkraínskum stríðsföngum og þar á meðal um nauðganir, pyntingar og morð. Rússar hafa framið margvísleg ódæði gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu. Í sumar birtu rússneskir hermenn til að mynda myndir af höfði úkraínsks stríðsfanga sem þeir höfðu stjaksett. Aðrir hermenn birtu um svipað leyti myndband þar sem rússneskur hermaður skar undan úkraínskum hermanni og skaut hann svo til bana. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Ráðamenn í Rússlandi sökuðu úkraínska hermenn í nóvember um að hafa tekið skotið rússneska hermenn sem gáfust upp til bana. Úkraínumenn sögðu þá Rússa hafa sviðsett uppgjöf til að ráðast á úkraínska hermenn. Myndband af vettvangi sýndi hvernig rússneskir hermenn komu einn af öðrum út úr skemmu þar til sá ellefti stökk út og skaut á úkraínsku hermennina. Myndbandið sýndi þó ekki meira en það. Sérfræðingar áttu á sínum tíma erfitt með að segja til um hvað hafði gerst. Sjá einnig: Uppgjöf varð að blóðbaði Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í Maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira
Í ávarpi sem forsetinn hélt í gærkvöldi sagði hann að „morðingjarnir“ myndu finnast. Myndbandið sem um ræðir sýnir hermann standa í grunnum skurði, reykjandi sígarettur. Maðurinn með myndavélina virðist vera að bakka frá honum þegar úkraínski hermaðurinn segir: „Slava Ukraini“ eða „Lifi Úkraína“. Við það var hann skotinn margsinnis af nokkrum rússneskum hermönnum og sagði einn þeirra eftir á: „Drepstu hundur“. Nafngreindu hermanninn Herforingjaráð Úkraínu sagði frá því í dag að hermaðurinn héti Timofiy Mykolayovich Shadura. Í yfirlýsingu segir að myndbandið sýni hvernig „einskis virði morðingjar“ haga sér. Það sýni einnig að markmið Rússa með innrás þeirra í Úkraínu sé að gera útaf við úkraínsku þjóðina. Þar segir einnig að Úkraínumenn muni ná fram hefndum en það verði gert á löglegan og réttlátan hátt, á vígvöllunum, í dómsölum eða fyrir alþjóðlegum dómstól. Dauða allra úkraínskra hermanna verði hefnt með þessum hætti. Í frétt BBC segir að forsvarsmenn herdeildar hermannsins hafi sagt að hann hafi týnst nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu þann 3. febrúar. Líki hans hafi þó ekki verið skilað og ekki sé hægt að staðfesta að um Shadura sé að ræða. Þar er einnig rætt við systur hans sem segist hafa þekkt hann á myndbandinu. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði myndbandið sýna enn og aftur að Rússar væru að stunda þjóðernishreinsanir í Úkraínu og kallaði eftir því að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn tæki málið til rannsóknar. Horrific video of an unarmed Ukrainian POW executed by Russian forces merely for saying "Glory to Ukraine". Another proof this war is genocidal. It is imperative that @KarimKhanQC launches an immediate ICC investigation into this heinous war crime. Perpetrators must face justice.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 6, 2023 Úkraínumenn hafa lengi sakað Rússa um stríðsglæpi gegn úkraínskum stríðsföngum og þar á meðal um nauðganir, pyntingar og morð. Rússar hafa framið margvísleg ódæði gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu. Í sumar birtu rússneskir hermenn til að mynda myndir af höfði úkraínsks stríðsfanga sem þeir höfðu stjaksett. Aðrir hermenn birtu um svipað leyti myndband þar sem rússneskur hermaður skar undan úkraínskum hermanni og skaut hann svo til bana. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Ráðamenn í Rússlandi sökuðu úkraínska hermenn í nóvember um að hafa tekið skotið rússneska hermenn sem gáfust upp til bana. Úkraínumenn sögðu þá Rússa hafa sviðsett uppgjöf til að ráðast á úkraínska hermenn. Myndband af vettvangi sýndi hvernig rússneskir hermenn komu einn af öðrum út úr skemmu þar til sá ellefti stökk út og skaut á úkraínsku hermennina. Myndbandið sýndi þó ekki meira en það. Sérfræðingar áttu á sínum tíma erfitt með að segja til um hvað hafði gerst. Sjá einnig: Uppgjöf varð að blóðbaði
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10 Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í Maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira
Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið. 14. nóvember 2022 13:10
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00
Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í Maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31
Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00
Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00
SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. 23. september 2022 12:36
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23
Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53