Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um niðurstöðu atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara sem ætlað er að binda enda á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 

Þá segjum við frá lokadegi málflutnings í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið hér á landi en dómari kallaði meðal annars blaðamann og ritstjóra Vísis fyrir dóminn í morgun vegna fréttaflutnings af málinu. 

Þá heyrum við í heilbrigðisráðherra um liðskiptaaðgerðir en útboði um slíkar aðgerðir, hinu fyrsta sinnar tegundar hér á landi, lauk á dögunum.

Málefni Lindarhvols verða einnig rædd áfram og greint frá nýjum ríkisborgurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×