Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2023 19:32 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ætlar að skipa starfshóp sem á að skila af sér aðgerðaráætlun sem tekur á úrræðum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum. Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum.
Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira