Málshöfðunin kemur til vegna greiðslna Barcelona til fyrirtækis í eigu eins háttsettasta starfsmanns dómaramála á Spána og samkvæmt henni á Barcelona að hafa með þessu reynt að hafa áhrif á úrslit leikja.
Spænska stórliðið hélt stjórnarfund í skyndi í Madrid til að fara yfir málið og niðurstaðan var að taka þátt í þessu dómsmáli gegn erkifjendunum í Barcelona.
Real Madrid sendi frá sér fréttatilkynningu varðandi málið þar sem kemur fram að félagið telji þetta mjög alvarlegt mál og að þeir hafi fulla trúa á réttarkerfinu að ná fram réttri niðurstöðu.
Barcelona borgaði meira en 7,3 milljónir evra til fyrirtækis í eigu Jose Maria Enriquez Negreira á árunum 2001 til 2018 en hann var varaformaður dómaranefndarinnar hjá spænska knattspyrnusambandinu frá 1993 til 2018.
Saksóknarar halda því fram að svona leynilegu samkomulagi og í skiptum fyrir peninga þá hafi Negreira verið hliðhollur Barcelona í ákvörðunum með dómara í leikjum Barcelona.
Forráðamenn Barcelona segjast hafa búist við ákærunni og segja að félagið muni sýna fullan samstarfsvilja í rannsókn málsins sem þeir telja að sé enn á frumstigi.
Joan Laporta, forseti Barcelona, sagði samt að félagið væri saklaust í þessu máli í yfirlýsingu á Twitter. Hann segir að félagið muni sanna sakleysi sitt.
Málið er enn ein ógnunin við framtíð Barcelona sem er einnig að glíma við gríðarleg fjárhagsvandræði. Fari allt á versta veg þá gæti Barcelona verið dæmi niður um deild.