Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 22:45 JK Rowling er ekki háttskrifuð í bókum Sjóns. Getty/samsett Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn. Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn.
Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira