Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað um hið umdeilda útlendingafrumvarp sem samþykkt var á Alþingi í gær. 

Einnig verður rætt við seðlabankastjóra um þróun á bankamarkaði en nú berast fregnir af bönkum í Bandaríkjunum að fara á hausinn auk þess sem svissneski stórbankinn Credit Suisse virðist í vandræðum. 

Einnig verður rætt um kaup útlendra auðmanna á jörðum hér á landi og umgengnisrétt á þeim og fjallað um virkjanamál en nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir virkjanastoppi verði ekki komið til móts við kröfur þeirra um að njóta arðs af virkjunum í þeirra landi. 

Að auki fjöllum við um leikskólamálin í borginni en fjölmenn mótmæli voru fyrir utan ráðhúsið í morgun við upphaf borgarráðsfundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×