Þrjú hundruð prósent hækkun á verðlaunafénu á HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fær hér harðar móttökur þegar Ísland tapaði á móti Portúgal í umspilsleik fyrir laust sæti á HM í Ástralíu. KSÍ og íslensku félögin hefðu notið góðs af þátttöku liðsins á heimsmeistaramótinu eftir að FIFA hækkaði verðlaunaféð um þrjú hundruð prósent. Vísir/Vilhelm Jú tölurnar ljúga ekki. Alþjóða knattspyrnusambandið hækkar verðlaunaféð á HM kvenna í fótbolta í ár um þrjú hundruð prósent. Það gerir þó ekki meira en það en að verða bara þriðjungur af því sem karlarnir fá. FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018. Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Sjá meira
FIFA er nú búið að gefa það út að verðlaunafé á HM kvenna í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar verði samtals 150 milljónir dollara eða 21 milljarður í íslenskum krónum. Þetta er þrjú hundruð prósent hækkun frá því að síðasta heimsmeistaramóti kvenna sem var í Frakklandi sumarið 2019 en þá var heildarverðlaunafé aðeins 30 milljónir dollara eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta er auðvitað mikil framför en það er samt sláandi að sjá að verðlaunaféð á HM karla í Katar í nóvember og desember síðastliðnum var samtals 440 milljónir dollara eða 62,3 milljarðar íslenskra króna. Þarna er enn mikill munur á. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði frá þessu eftir að hann var endurkjörinn en jafnframt kom það fram hjá honum að hluti af þessum peningum verði að fara til leikmannanna sjálfra. Hann segir líka að stefnan sé að jafna þennan mun á milli kynjanna fyrir HM 2027. The 2023 Women's World Cup prize money has been raised to $150M a 300% increase.FIFA president Gianni Infantino set a target for equal prize money by the 2027 Women's World Cup. pic.twitter.com/ODG1NeUiA9— Just Women s Sports (@justwsports) March 16, 2023 Samkvæmt frétt ESPN þá er sundurliðunin líklega þannig að 110 milljónir Bandaríkjadala fari í sjálft verðlaunaféð, 31 milljón Bandaríkjadala fara til þjóða vegna undirbúnings fyrir keppnina og ellefu milljónir dollara fara til félaga sem eiga leikmenn á heimsmeistaramótinu. Leikmenn frá mörgum þjóðum hafa verið að berjast fyrir jafnri skiptingu milli landsliða karla og kvenna og þar má nefna heimsmeistara Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland og Spán. Bandaríkjamenn stigu loksins það skref en það gengur verr hjá hinum þjóðunum. Ísland býr að því að hér hefur verið jöfn skipti á milli greiðslna til landsliðskarla og landsliðskvenna frá því í janúar 2018.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Sjá meira