Líklegt byrjunarlið Íslands: Hver á að takast á við Dzeko? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 10:31 Guðlaugur Victor Pálsson getur brugðið sér í ýmis hlutverk. Getty/Alex Grimm Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld í borginni Zenica í Bosníu þar sem heimamenn bíða. Einhver spurningamerki vakna þegar kemur að mögulegu byrjunarliði Íslands, þá sérstaklega í öftustu línu. Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira