Fram kemur í ákæru á hendur manninum að karlmaðurinn hafi á þáverandi heimili sínu án samþykkis tekið ljósmynd af rassi og kynfærum þáverandi sambýliskonu sinnar. Hann hafi fyrst dregið frá nærbuxur hennar þar sem hún lá sofandi í rúminu.
Framgreind háttsemi hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi konunnar. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur fyrir hönd konunnar.