Innlent

Snjó­flóð féll á yfir­gefna byggingu á Seyðis­firði

Máni Snær Þorláksson skrifar
Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli
Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli Sigurjón Ólason

Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar.

„Svo langt sem ég veit er þetta yfirgefin bygging einhvers staðar fyrir utan bæinn, sem hefur verið yfirgefin í langan tíma,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Þá hafa fleiri snjóflóð fallið í kring.  Björgunarsveitarmenn hafa í dag fjölmennt austur og eru nú til taks ef önnur snjóflóð falla.

Að sögn Jóns eru í kringum á annað hundrað björgunarsveitarmenn mættir austur:

„Það er að verða dágóður slatti. Það fór eitthvað um fimmtíu manna hópur héðan af suðvesturhorninu og að norðan líka, frá Akureyri og Norðausturlandi sem eru þá í raun og veru að færa sig nær.“


Tengdar fréttir

Mættir austur með trylli­tæki

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla.

Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn

Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×