Succession er Rollsinn í sjónvarpi í dag Stöð 2+ 29. mars 2023 14:47 „Logan Roy er yfir og allt um kring og allur sirkusinn snýst um hann. Það má vissulega hata hann, því hann er fullkomlega siðblindur sadisti og hræðileg manneskja, en við skiljum hann samt,“ segir Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi, sem hlakkar mikið til að horfa á lokaseríu Succession. Fyrsti þáttur í fjórðu og síðustu seríu Succession er kominn inn á Stöð 2+. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi, kallar þættina Rollsinn í sjónvarpi í dag og segir þá hafa skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár. Succession hefur notið mjög mikilla vinsælda um allan heim frá því fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2018 auk þess sem hún hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Golden Globe og Emmy verðlauna. Þættirnir segja frá raunum hinnar moldríku Roy fjölskyldu sem á fjölmiðlaveldið Waystar RoyCo í New York. Veldinu er stýrt af fjölskylduföðurnum Logan Roy sem braust til valda og ríkidæmis úr mikilli fátækt. Hann er kominn á efri ár og keppast börnin hans fjögur, og raunar ýmsir fleiri, um yfirráð og völd fjölmiðlaveldisins. Klippa: Succession - Fjórða sería er komin á Stöð 2+ Innantómir frasar og dásamleg þvæla Það er því óhætt að segja margir sjónvarpsáhorfendur séu spenntir fyrir kvöldinu og er Sigurjón Kjartansson sannarlega einn þeirra. „Succession er einfaldlega Rollsinn í sjónvarpi í dag. Þarna fara saman frábær skrif og frábært val á leikurum. Þetta eru tvö mikilvægustu atriðin til að hafa í huga við gerð sjónvarpsþátta.“ Hann segir seríuna skrifaða af fólki sem hafi að mestu skrifað gamanefni á sínum ferli en fái þarna vissa útrás sem síðan er tekin á næsta stig með frábærum leikurum og leikstjórum. „Þarna hefur myndast einhver dásamlegur samhljómur sem er vandfundinn og því er ég viss um að Succession hafi skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár.“ „Þarna hefur myndast einhver dásamlegur samhljómur sem er vandfundinn og því er ég viss um að Succession hafi skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár,“ segir Sigurjón Kjartansson. Mynd: Lilja Jónsdótti Hann segir ótal margt heillandi við sjónvarpsþættina, ekki síst hvernig sögupersónur segja yfirleitt eitthvað allt annað en þær meina. „Það er breitt yfir allar raunverulegar tilfinningar með innantómum frösum og dásamlegri þvælu. Allur díólógurinn er meira og minna innantómur – skreyttur frösum sem persónurnar hafa lært í dýru háskólanámi, uppfullar af kaldhæðni. Það er enginn heiðarlegur þarna nema örsjaldan og þá tekur maður eftir því. Að horfa á þessa þætti er að mörgu leyti eins og að leysa röð gestaþrauta: þessi segir þetta, en hvað meinar hann í raun og veru?“ Baráttan um yfirráð og völd er hörð á bak við tjöldin. Allur sirkusinn snýst um Logan Roy Hann segist hafa lesið einhvers staðar að upphaflega hefði staðið til að Logan Roy myndi deyja í fyrstu þáttaröðinni. „Ef það hefði orðið raunin hefði Succession aldrei náð því flugi sem þeir eru á í dag. Logan Roy er yfir og allt um kring og allur sirkusinn snýst um hann. Það má vissulega hata hann, því hann er fullkomlega siðblindur sadisti og hræðileg manneskja, en við skiljum hann samt. Hann byggði sig upp úr sárri fátækt og stjórnar nú stórveldi. Hann fékk ekkert gefins í lífinu öfugt við börnin hans og þess vegna fyrirlítur hann þau.“ Skoski leikarinn Brian Cox er stórkostlegur í hlutverki Logan Roy að mati Sigurjóns sem segir hann vera í uppáhaldi hjá sér, en þó aðeins sem sjónvarps karakter. „Ég myndi ekki koma nálægt þessum manni með priki ef hann væri af holdi og blóði. Og maður finnur til með börnum Logans, því þau eru svo ráðvillt og meðvirk með föður sínum. Öll nema kannski sá elsti, Connor Roy, sem merkilegt nokk er líklega sjálfstæðastur þó hann stígi ekki beint í vitið blessaður. Kieran Culkin í hlutverki Romans Roy er endalaust athyglisverður. Ég er á því að Roman sé sá erfingjanna sem mest sé spunnið í. Eins eru þeir trúðar Tom og Greg óborganlegir.“ Skoski leikarinn Brian Cox (t.v.) er stórkostlegur í hlutverki Logan Roy að mati Sigurjóns sem segir hann vera í uppáhaldi hjá sér, en þó aðeins sem sjónvarps karakter. Hlakkar til að sjá Jóhannes Hauk Sigurjón segist búast við engu öðru en flugeldasýningu í kvöld og næstu vikur. „Það var mér viss léttir þegar ég frétti að höfundar hefðu ákveðið að þetta yrði síðasta þáttaröðin, því þá er líklegra að menn verði á tánum og láti þetta ekki drabbast niður á lokasprettinum. Eins hlakka ég mikið til að sjá okkar frábæra Jóhannes Hauk Jóhannesson spreyta sig þarna, en hann ku leika í nokkrum þáttum þessarar lokaseríu.“ Fyrsti þáttur fjórðu seríu er kominn inn á Stöð 2+ og nýr þáttur kemur vikulega þar inn á hverjum mánudegi. Eldri seríur Succession eru aðgengilegar á Stöð 2+. Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Emmy-verðlaunin Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Succession hefur notið mjög mikilla vinsælda um allan heim frá því fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2018 auk þess sem hún hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Golden Globe og Emmy verðlauna. Þættirnir segja frá raunum hinnar moldríku Roy fjölskyldu sem á fjölmiðlaveldið Waystar RoyCo í New York. Veldinu er stýrt af fjölskylduföðurnum Logan Roy sem braust til valda og ríkidæmis úr mikilli fátækt. Hann er kominn á efri ár og keppast börnin hans fjögur, og raunar ýmsir fleiri, um yfirráð og völd fjölmiðlaveldisins. Klippa: Succession - Fjórða sería er komin á Stöð 2+ Innantómir frasar og dásamleg þvæla Það er því óhætt að segja margir sjónvarpsáhorfendur séu spenntir fyrir kvöldinu og er Sigurjón Kjartansson sannarlega einn þeirra. „Succession er einfaldlega Rollsinn í sjónvarpi í dag. Þarna fara saman frábær skrif og frábært val á leikurum. Þetta eru tvö mikilvægustu atriðin til að hafa í huga við gerð sjónvarpsþátta.“ Hann segir seríuna skrifaða af fólki sem hafi að mestu skrifað gamanefni á sínum ferli en fái þarna vissa útrás sem síðan er tekin á næsta stig með frábærum leikurum og leikstjórum. „Þarna hefur myndast einhver dásamlegur samhljómur sem er vandfundinn og því er ég viss um að Succession hafi skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár.“ „Þarna hefur myndast einhver dásamlegur samhljómur sem er vandfundinn og því er ég viss um að Succession hafi skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár,“ segir Sigurjón Kjartansson. Mynd: Lilja Jónsdótti Hann segir ótal margt heillandi við sjónvarpsþættina, ekki síst hvernig sögupersónur segja yfirleitt eitthvað allt annað en þær meina. „Það er breitt yfir allar raunverulegar tilfinningar með innantómum frösum og dásamlegri þvælu. Allur díólógurinn er meira og minna innantómur – skreyttur frösum sem persónurnar hafa lært í dýru háskólanámi, uppfullar af kaldhæðni. Það er enginn heiðarlegur þarna nema örsjaldan og þá tekur maður eftir því. Að horfa á þessa þætti er að mörgu leyti eins og að leysa röð gestaþrauta: þessi segir þetta, en hvað meinar hann í raun og veru?“ Baráttan um yfirráð og völd er hörð á bak við tjöldin. Allur sirkusinn snýst um Logan Roy Hann segist hafa lesið einhvers staðar að upphaflega hefði staðið til að Logan Roy myndi deyja í fyrstu þáttaröðinni. „Ef það hefði orðið raunin hefði Succession aldrei náð því flugi sem þeir eru á í dag. Logan Roy er yfir og allt um kring og allur sirkusinn snýst um hann. Það má vissulega hata hann, því hann er fullkomlega siðblindur sadisti og hræðileg manneskja, en við skiljum hann samt. Hann byggði sig upp úr sárri fátækt og stjórnar nú stórveldi. Hann fékk ekkert gefins í lífinu öfugt við börnin hans og þess vegna fyrirlítur hann þau.“ Skoski leikarinn Brian Cox er stórkostlegur í hlutverki Logan Roy að mati Sigurjóns sem segir hann vera í uppáhaldi hjá sér, en þó aðeins sem sjónvarps karakter. „Ég myndi ekki koma nálægt þessum manni með priki ef hann væri af holdi og blóði. Og maður finnur til með börnum Logans, því þau eru svo ráðvillt og meðvirk með föður sínum. Öll nema kannski sá elsti, Connor Roy, sem merkilegt nokk er líklega sjálfstæðastur þó hann stígi ekki beint í vitið blessaður. Kieran Culkin í hlutverki Romans Roy er endalaust athyglisverður. Ég er á því að Roman sé sá erfingjanna sem mest sé spunnið í. Eins eru þeir trúðar Tom og Greg óborganlegir.“ Skoski leikarinn Brian Cox (t.v.) er stórkostlegur í hlutverki Logan Roy að mati Sigurjóns sem segir hann vera í uppáhaldi hjá sér, en þó aðeins sem sjónvarps karakter. Hlakkar til að sjá Jóhannes Hauk Sigurjón segist búast við engu öðru en flugeldasýningu í kvöld og næstu vikur. „Það var mér viss léttir þegar ég frétti að höfundar hefðu ákveðið að þetta yrði síðasta þáttaröðin, því þá er líklegra að menn verði á tánum og láti þetta ekki drabbast niður á lokasprettinum. Eins hlakka ég mikið til að sjá okkar frábæra Jóhannes Hauk Jóhannesson spreyta sig þarna, en hann ku leika í nokkrum þáttum þessarar lokaseríu.“ Fyrsti þáttur fjórðu seríu er kominn inn á Stöð 2+ og nýr þáttur kemur vikulega þar inn á hverjum mánudegi. Eldri seríur Succession eru aðgengilegar á Stöð 2+.
Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Emmy-verðlaunin Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira