Í ákæru kom fram að fjármunirnir væru ávinningur af refsiverðum brotum sem sé talinn eiga uppruna sinn að rekja til fjársvika í gegnum internetið. Maðurinn framdi brot sín á mánaðatímabili sumarið 2019.
Héraðsdómur dæmdi manninn í átta mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Manninum var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, samtals um 330 þúsund krónur, og þá sætti hann upptöku á um 50 þúsund krónum.
Um var að ræða tvær millifærslur frá erlendum fyrirtækjum, 5,6 milljónir frá fyrirtæki skráðu í Danmörku og svo 7,8 milljónir króna frá fyrirtæki sem skráð var í Rússlandi. Maðurinn tók svo fjárhæðirnar út í seðlum í fjórum úttektum, í þremur tilvikum í Kópavogi og einu í Reykjavík, og afhenti svo óþekktum aðila.
Maðurinn játaði skýlaust brot sín og var hæfileg refsing metin átta mánaða fangelsi.