Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 12:31 Arnar Þór Viðarsson er eini landsliðþjálfari karlaliðs Íslands í þrjá áratugi sem hefur kvatt með sigri. Getty/Cristian Preda Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira