Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Samúel Karl Ólason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 31. mars 2023 12:19 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42