Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 19:07 Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“ Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Kristján var í viðtali á Stöð 2 í síðasta mánuði það sem hann sagði frá því að hann væri að glíma við kulnun í starfi. Í kjölfarið sagði hann frá því að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta, en Kristján er leikmaður franska liðsins PAUC. Björgvin Páll var þessi umræddi leikmaður Vals sem sendi skilaboðin. Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Kristján hafi birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu. Þar segir Björgvin meðal annars að viðtalið sem Kristján fór í hafi verið til skammar og að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun sé vanvirðing við alla þá sem hafi lent í slíku. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál“ Björgvin birti svo sjálfur færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar birtingar Kristjáns og segir að liðsfélagi sinn hjá landsliðinu hafi aðeins birt hluta þess sem þeirra fór á milli. Hann segir að persónulegir hlutir sem þessir, sem hann hafi talið að væru á milli liðsfélaga, ættu ekki að vera leystir í fjölmiðlum og að hann voni að nú séu fjölmiðlar landsins búnir að setja punkt aftan við málið. „Fyrst að Kristján Örn fór þá leið að birta einungis hluta af okkar spjalli á Facebook síðu sinni þá kemur hér það sem uppá vantaði...“ ritar Björgvin á Facebook. „Vona að fjölmiðlar séu búnir að setja punkt fyrir aftan þetta mál. Svona persónulegir hlutir, sem ég taldi að væri milli liðsfélaga, eru fyrir mér ekki leystir í fjölmiðlum,“ segir Björgvin og birtir svo nokkur skjáskot þar sem hann sýnir samskipti sín við Kristján. Viðurkennir að hafa orðað hlutina of harkalega Björgvin birtir myndir af samskiptum þeirra félaga með færslunni máli sínu til stuðnings og þar má sjá hvatningarorð frá landsliðsmarkverðinum til Kristjáns eftir að Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum. Björgvin sýnir þó einnig skilaboð þar sem hann biðst afsökunar á skilaboðunum sem hann sendi sem fjallað var um hér á Vísi fyrr í dag. „Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ segir Björgvin í skilaboðum til Kristjáns. „Andleg málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á mjög misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu.“
Handbolti Olís-deild karla Valur Franski boltinn Tengdar fréttir Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00