Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 22:02 Skúli Magnússon er Umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda Umboðsmaður Alþingis óskaði á dögunum eftir svörum Bjarna Benediktssonar vegna tilkynningar á vef ráðuneytis hans þess efnis að ólöglegt væri að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. Kveikjan að tilkynningu ráðuneytisins var umfjöllum um félagið Lindarhvol. Ráðuneytið vísaði til nokkurra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál til merkis um að nefndin hafi úrskurðað um það mörgum sinni að ólögmætt væri að opinbera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda. Þá kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins að það telji sér skylt að hlíta úrskurðum nefndarinnar og vilji eða afstaða ráðherra, Bjarna Benediktssonar, og ráðuneytisins skipti engu máli í því samhengi. Í tilkynningu á vef Umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins við fyrri fyrirspurn umboðsmanns verði hins vegar ekki annað ráðið en að það telji að birta megi vinnuskjöl að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ársreikninga, sem vísað hafi verið til í tilkynningunni, girði því ekki alfarið fyrir slíka birtingu. „Get ég því ekki séð að samræmi sé að þessu leyti á milli þess sem fram kemur í umræddri tilkynningu ráðuneytisins og því sem greinir í áðurröktu svari þess til mín,“ segir í nýju bréfi Umboðsmanns til Bjarna Benediktssonar. Af þessu tilefni sé óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið líti svo á að tilkynning þess 9. mars sé í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í svari þess. Sé sú raunin sé óskað eftir nánari skýringum á því. Einnig hvort komið hafi til skoðunar hjá ráðuneytinu að breyta tilkynningunni til samræmis við það sem fram kemur í svarinu. Ef ekki þá sé óskað skýringa á því og svörum fyrir 12. apríl næstkomandi. Bréf Umboðsmanns til fjármálaráðherra má lesa hér. Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis óskaði á dögunum eftir svörum Bjarna Benediktssonar vegna tilkynningar á vef ráðuneytis hans þess efnis að ólöglegt væri að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. Kveikjan að tilkynningu ráðuneytisins var umfjöllum um félagið Lindarhvol. Ráðuneytið vísaði til nokkurra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál til merkis um að nefndin hafi úrskurðað um það mörgum sinni að ólögmætt væri að opinbera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda. Þá kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins að það telji sér skylt að hlíta úrskurðum nefndarinnar og vilji eða afstaða ráðherra, Bjarna Benediktssonar, og ráðuneytisins skipti engu máli í því samhengi. Í tilkynningu á vef Umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins við fyrri fyrirspurn umboðsmanns verði hins vegar ekki annað ráðið en að það telji að birta megi vinnuskjöl að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ársreikninga, sem vísað hafi verið til í tilkynningunni, girði því ekki alfarið fyrir slíka birtingu. „Get ég því ekki séð að samræmi sé að þessu leyti á milli þess sem fram kemur í umræddri tilkynningu ráðuneytisins og því sem greinir í áðurröktu svari þess til mín,“ segir í nýju bréfi Umboðsmanns til Bjarna Benediktssonar. Af þessu tilefni sé óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið líti svo á að tilkynning þess 9. mars sé í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í svari þess. Sé sú raunin sé óskað eftir nánari skýringum á því. Einnig hvort komið hafi til skoðunar hjá ráðuneytinu að breyta tilkynningunni til samræmis við það sem fram kemur í svarinu. Ef ekki þá sé óskað skýringa á því og svörum fyrir 12. apríl næstkomandi. Bréf Umboðsmanns til fjármálaráðherra má lesa hér.
Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira