Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. Víðir greinir frá stöðu mála á Austurlandi í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð.

Við heyrum í sveitarstjórnarráðherra sem segir rétta tímann núna, þegar margt bendir til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða. 

Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×