Þeir sem nú snúa heim voru meðal annars aðgerðastjórnendur, öryggisstjórar, undanfarar, hundateymi, og almennt björgunarfólk. Þetta björgunarfólk kom meðal annars frá Höfn, Hellu, Vestmannaeyjum, Laugarvatni, Eyrarbakka, Hveragerði, Grindavík, Akranesi, Hnífsdal, Ísafirði, Skagaströnd, úr Skagafirði, frá Akureyri, Húsavík Mývatni og úr Aðaldal, auk höfuðborgarsvæðisins.
Bækistöðvar björgunarsveita á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði voru nýttar til stjórnunar aðgerða og jafnvel sem gistirými fyrir utanaðkomandi björgunarfólk.
Flestir munu yfirgefa Egilsstaði með flugi klukkan fjögur í dag.