Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 09:50 GoKart-brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Getty/Bílaklúbbur Akureyrar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi. Akureyri Bílar Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi.
Akureyri Bílar Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira