Minnst 21 látinn í suður- og miðvesturríkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2023 21:14 Hvirfilbylur skildi eftir sig rústir einar í Sullivan í Indiana. Tilkynnt var um dauðsföll á svæðinu eftir að óveðrið gekk yfir. AP Photo/Doug McSchooler Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Arkansas í Bandaríkjunum vegna mannskæðs óveðurs sem reið yfir þar og í fleiri ríkjum í gærkvöldi og í nótt. Tugir hvirfilbylja fylgdu veðrinu. Minnst 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að mikið óveður reið yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna í gær og nótt. Fjöldi fólks missti heimili sín vegna hvirfilbylja sem sköpuðust í óveðrinu og rifu í sig byggingar og allt annað sem fyrir var. Þá er nokkur fjöldi í sjálfheldu inni á heimilum sínum og bíður björgunaraðila. Tilkynningar bárust um allt að fimmtíu hvirfilbylji í gær í minnst sjö ríkjum, þar á meðal í Arkansas þar sem fimm eru látnir. Þrír eru látnir í Indíana, einn í Alabama og einn í Mississipi svo vitað er af. Bærinn Little Rock í Arkansas varð sérstaklega illa úti. „Við gættum að bílum á hvolfi. Miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrirtækja á staðnum. Tré féllu, rafmagnslínur sliguðust og gasleiðslur rofnuðu. Hér ríkið mjög alvarlegt neyðarástand," sagði Delphone D. Hubbard, slökkviliðsstjóri í Little Rock á blaðamannafundi í dag. Svo virðist sem fáir hafi átt von á að stormurinn væri jafn slæmur og hann reyndist vera. Íbúi í Little Rock, var í húðfegrun þegar stormviðvörunin skall á. „Ég fann að þrýstingurinn í eyrunum á mér féll og snyrtifræðingur minn sagði mér að fara af borðinu. Ég sá ekkert því augun mín voru límd aftur. Það var dimmt og ég fann að fæturnir á mér hreyfðust. Þegar við komum upp fuku hurðirnar upp á gátt. Þau sögðust finna fyrir gasleka. Ég var mjög hrædd enda gerðist þetta svo hratt.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Minnst 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að mikið óveður reið yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna í gær og nótt. Fjöldi fólks missti heimili sín vegna hvirfilbylja sem sköpuðust í óveðrinu og rifu í sig byggingar og allt annað sem fyrir var. Þá er nokkur fjöldi í sjálfheldu inni á heimilum sínum og bíður björgunaraðila. Tilkynningar bárust um allt að fimmtíu hvirfilbylji í gær í minnst sjö ríkjum, þar á meðal í Arkansas þar sem fimm eru látnir. Þrír eru látnir í Indíana, einn í Alabama og einn í Mississipi svo vitað er af. Bærinn Little Rock í Arkansas varð sérstaklega illa úti. „Við gættum að bílum á hvolfi. Miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrirtækja á staðnum. Tré féllu, rafmagnslínur sliguðust og gasleiðslur rofnuðu. Hér ríkið mjög alvarlegt neyðarástand," sagði Delphone D. Hubbard, slökkviliðsstjóri í Little Rock á blaðamannafundi í dag. Svo virðist sem fáir hafi átt von á að stormurinn væri jafn slæmur og hann reyndist vera. Íbúi í Little Rock, var í húðfegrun þegar stormviðvörunin skall á. „Ég fann að þrýstingurinn í eyrunum á mér féll og snyrtifræðingur minn sagði mér að fara af borðinu. Ég sá ekkert því augun mín voru límd aftur. Það var dimmt og ég fann að fæturnir á mér hreyfðust. Þegar við komum upp fuku hurðirnar upp á gátt. Þau sögðust finna fyrir gasleka. Ég var mjög hrædd enda gerðist þetta svo hratt.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira