Fótbolti

Al­freð frá út tíma­bilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð Finnbogason [til vinstri] í leik með Lyngby.
Alfreð Finnbogason [til vinstri] í leik með Lyngby. Lyngby

Alfreð Finnbogason mun ekki spila með Lyngby það sem eftir lifir tímabils eftir að hafa meiðst í síðasta leik liðsins. Liðið er sem stendur í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Félagið sjálft greindi frá þessu nú rétt í þessu en Alfreð fór úr axlarlið gegn Silkeborg um helgina og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta. Það þýðir að hann mun ekki geta hjálpað liðinu sem er í mikilli fallbaráttu enda verið í botnsætinu nær allt tímabilið.

Alfreð gekk í raðir Lyngby síðasta haust en meiddist fyrir jólafrí og missti af nokkrum leikjum. Hann hafði komið sterkur inn eftir fríið og Lyngby hefur spilað mun betur að undanförnu.

Alls hefur Alfreð spilað 11 leiki og skorað í þeim 3 mörk ásamt því að gefa 3 stoðsendingar. Nú er ljóst að hann mun ekki spila meira.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar eru sem stendur sex stigum frá öruggu sæti. Ásamt Alfreð leika þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×