Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­keppni Subway-deildarinnar og deildar­keppni Olís-deildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Styrmir Snær og Davíð Arnar verða í eldlínunni þegar Þór frá Þorlákshöfn sækir Hauka heim í átta liða úrslitum Subway-deildar karla.
Styrmir Snær og Davíð Arnar verða í eldlínunni þegar Þór frá Þorlákshöfn sækir Hauka heim í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Vísir/Bára Dröfn

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sjö beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi áður en páskahátíðin gengur í garð. Subway-deild karla í körfubolta og Olís-deild karla í handbolta verða í forgrunni.

Stöð 2 Sport

Úrslitakeppni Subway-deildar karla á heima á Stöð 2 Sport og í kvöld fara fram tveir leikir í átta liða úrslitum. Haukar taka á móti Þór frá Þorlákshöfn klukkan 18:05 áður en Keflavík fær Tindastól í heimsókn klukkan 20:00.

Subway Körfuboltakvöld verður svo á sínum stað að leik loknum klukkan 22:00 þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

ÍBV tekur á móti Haukum í næst seinustu umferð Olís-deildar karla í handbolta klukkan 19:20. Eyjamenn eru í hraðri baráttu um 2. sæti deildarinnar, en Haukarnir tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri.

Stöð 2 Sport 4

Golfið fær sitt pláss á sportrásum Stöðvar 2 þennan miðvikudaginn, en klukkan 19:00 hefst bein útsending frá Par 3 keppninni á Masters-mótinu.

Stöð 2 Sport 5

Okkar helstu handboltasérfræðingar verða á Selfossi klukkan 19:15 þegar heimamenn taka á móti Aftureldingu í Olís-deild karla. Bæði lið eiga enn möguleika á því að vinna sér inn heimaleikjarétt í úrslitakeppninni og því er til mikils að vinna í kvöld.

Stöð 2 eSport

Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands halda áfram á Stöð 2 eSport í kvöld þegar síðari undanúrslitaviðureignin fer fram klukkan 19:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×