Fótbolti

Real Madrid slátraði erkifjanda sínum á Nývangi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikmenn Real Madrid voru að vonum kampakátir að leik loknum í kvöld. 
Leikmenn Real Madrid voru að vonum kampakátir að leik loknum í kvöld.  Vísir/Getty

Real Madrid burstaði erkifjanda sinn, Barcelona, þegar liðin áttust við í seinni leik sínum í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í fótbolta karla á Nývangi í kvöld. 

Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Barcelona á Santiago Bernabéu og Real Madrid hefur þar af leiðandi tryggt sér farseðilinn í úrslitaleik keppninnar. 

Karim Benzema lék á als oddi í leiknum en hann skoraði þrennu og Vinicius Junior skoraði svo fjórða mark Madrídinga. 

Real Madrid mun mæta Osasuna í úrslitaleiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×