Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 07:47 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í Breiðholtinu maðurinn fannst meðvitundarlaus. Vísir/Vilhelm Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbókarfærslu lögreglunnar. Ölvaður maður fannst í holu Önnur verkefni lögreglunnar voru eins fjölbreytt og þau voru mörg. Til að mynda sinnti lögregla tilkynningu um ölvaðan mann sem lá í holu. Sá var færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa vegna ástands. Hann gat hvorki gefið upp nafn né heimilisfang sökum ölvunar. Hann fær að dúsa í fangaklefa þar til rennur af honum. Úr miðbænum barst ein tilkynning um slagsmál. Einn var handtekinn og færður í fangaklefa og annar fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Lögregla kom leigubílstjóra til aðstoðar eftir að viðskiptavinur hafði neitað að greiða honum fargjaldið. Sá var ósáttur við þá leið sem leigubílstjórinn ákvað að aka og greip því til þess ráðs að halda eftir greiðslu. Honum var tilkynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Þá var tilkynnt um slys þar sem maður hafði fallið nokkra metra. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkraliði, sem flutti manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar. Nóg um að vera hjá slökkviliði Þá má sjá á dagbók lögreglu að nokkur erill var einnig hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um eld í pressugámi. Slökkvilið sá um slökkvistarf á vettvangi. Á svipuðum slóðum var síðan tilkynnt um brunalykt og íbúð. Eigandi kom á vettvang og hleypti lögreglu og slökkviliði inn. Sá hafði gleymt að slökkva á helluborði í íbúðinni en á helluborðinu voru matvæli sem brunnu. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þar hafði kviknað í gardínum út frá kertum. Loks ber þess að geta að umferðardeild lögreglunnar stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við það að nappa ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira