Leikurinn var rétt nýhafinn þegar markvörður Hammarby gerði sig sekan um algjörlega ótrúleg mistök sem gaf Hacken forystuna í leiknum. Sjón er sögu ríkari og má sjá myndband af markinu hér fyrir neðan.
1-0 BK Häcken, Bénie Traore! Hemmalaget får en drömstart efter Oliver Dovins jätteblunder
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 9, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/1GibLhW99U
Þetta kveikti rækilega í hinum tvítuga Benie Traore sem fékk þarna mark á silfurfati og fylgdi því eftir með að skora önnur tvö mörk í fyrri hálfleik; fullkomnaði þar með þrennu sína og sá til þess að Hacken leiddi 3-0 í leikhléi.
Hammarby náði að klóra í bakkann með marki eftir tæplega klukkutíma leik en 3-1 sigur Hacken staðreynd.
Valgeir Lunddal lék allan leikinn fyrir Hacken sem er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.