Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2023 12:30 Vel er fylgst með Seyðisfirði til að mynda þar úrkoma hefur verið mikil. Vísir/Aðsend Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney. Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney.
Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira