Fótbolti

Vuk Oskar: Náðum að finna taktinn í seinni hálfeik

Hjörvar Ólafsson skrifar
Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði markið sem skildi liðin að. 
Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði markið sem skildi liðin að.  Vísir/Hulda Margrét

Vuk Oskar Dimitrijevic fer vel af stað í Bestu-deild karla í fótbolta á þessari leiktíð en hann tryggði FH-liðinu stigin þrjú þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn í Kaplakrika í annarri umferð deildarinnar í dag. 

„Við fórum rólega af stað og við vorum eiginlega allan fyrri hálfleikinn að átta okkur á vallaraðstæðum. Þetta kom svo í seinni hálfleik og þá gekk okkur betur að spila. Þetta var kannski ekkert frábær fótboltaleikur en við náum í sigur sem skiptir öllu," sagði Vuk Oskar sem skoraði sigurmarkið eftir rúmlega klukkutíma. 

„Þetta var vel gert hjá Kjartani Henry hvernig hann lagði boltann á mig og það var yndislegt að sjá boltann í netinu. Það er gott að ná að leggja mitt af mörkum með því að skora en það er sigurinn sem er mikilvægastur," sagði kantmaðurinn knái um markið sitt. 

„Ég er ánægður með byrjunina bæði hjá mér og liðinu en það þýðir ekkert að fara á flug. Við þurfum að halda áfram að leggja mikið á okkur til þess að halda áfram að hala inn stigum. Þetta er flott byrjun en mótið er bara rétt að byrja," sagði hann með báða fætur á jörðinni. 

Vuk Oskar Dimitrijevic var afar sprækur í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×