Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að málið sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust.

Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norkst línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna sekt.

Þá fjöllum við um hvarf þrettán ára stúlku í Danmörku, sem lögregla rannsakar sem sakamál, segjum frá nýrri byltingu í rafrænum fasteignaviðskiptum og förum yfir ótrúlegt mál kólumbískra mæðgina. Allt í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×