Sport

Dag­skráin í dag: Odda­leikur í Ólafs­sal, úr­slita­keppni í Olís, Körfu­bolta­kvöld, Seinni bylgjan og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson verður í eldlínunni með Haukum gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld.
Hilmar Smári Henningsson verður í eldlínunni með Haukum gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. Vísir/Diego

Það er magnaður mánudagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport. Úrslitakeppni í Olís-deild kvenna í handbolta, oddaleikur í Subway-deild karla og þar fram eftir götunum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 er oddaleikur Hauka og Þórs Þorlákshafnar í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla á dagskrá. Sigurvegarinn fer áfram í undanúrslit.

Klukkan 21.00 er Körfuboltakvöld á dagskrá og þar verður leikur kvöldsins gerður upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 er leikur Fiorentina og Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.

Klukkan 20.45 er komið að Lögmál leiksins. Þar verður farið yfir það helsta sem hefur gengið á í NBA-deildinni í körfubolta en úrslitakeppnin þar á bæ er líka í fullum gangi.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá Garðabæ þar sem Stjarnan mætir KA/Þór í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Klukkan 19.50 er leikur Fram og Hauka í sömu keppni á dagskrá.

21.40 er Seinni bylgjan á dagskrá og þar verða leikir dagsins sem og helgarinnar gerðir upp.

Stöð 2 ESport

Klukkan 20.00 er GameTíví á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×