Stöð 2 Sport
Klukkan 18.45 er leikur Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta á dagskrá. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í einvíginu. Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Sevilla og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Staðan er 2-2 í einvíginu.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 18.50 er leikur West Ham United og Gent í Sambandsdeild Evrópu á dagskrá. Staðan er 1-1 í einvíginu.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 15.00 er The Chevron Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Klukkan 18.50 er leikur Union SG og Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni á dagskrá. Staðan er 1-1 í einvíginu.
Klukkan 22.00 hefst útsending að nýju frá Chevron Championship.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 14.50 hefst útsending frá Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti Fram í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Haukar leiða 1-0 og verður Fram því að sigra ætli liðið sér ekki í sumarfrí.
Klukkan 16.50 færum við okkur til Akureyrar þar sem KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í sömu keppni. Gestirnir leiða 1-0 í einvíginu.
Klukkan 18.40 er komið að Seinni bylgjunni þar sem leikir dagsins verða gerðir upp.
Stöð 2 ESport
Klukkan 19.30 er RLÍS-deildin á dagskrá. Þar er keppt í Rocket League.