Hefur ekki rætt við þjálfarann sinn um hvort hann taki við íslenska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2023 08:00 Janus Daði Smárason er leikmaður Kolstadþar sem hann leikur undir stjórn Christian Berge. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í handbolta er liðið vann öruggan sigur gegn Ísrael í undankeppni EM síðastliðinn fimmtudag. Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands Landslið karla í handbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands
Landslið karla í handbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira