Mæta Þýskalandi og Danmörku í nýju Þjóðadeildinni Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila í efstu deild Þjóðadeildar UEFA. Getty/Marcio Machado Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni. Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023
A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss
B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland
C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira