Innlent

Hafðist fyrst við í stiga­gangi og kom sér svo fyrir í íbúð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og stöðvaði meðal annars nokkra sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og stöðvaði meðal annars nokkra sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar komið var á vettvang hafði viðkomandi komið sér fyrir í einni íbúða stigagangsins og var hann handtekinn.

Hann er grunaður um húsbrot, eignaspjöll og brot á vopnalögum.

Fleiri tilkynningar bárust lögreglu í gærkvöldi og nótt um einstaklinga í annarlegu ástandi en í að minnsta kosti tveimur tilvikum tókst viðkomandi að halda leiðar sinnar hjálparlaust. Einn svaf ölvunarsvefni á bar og var ekið heim til sín.

Nokkrar tilkynningar bárust um þjófnað, meðal annars í verslun og á reiðhjóli. Sá sem tók hjólið fannst og var lagt hald á hjólið þegar hann gat ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvernig hann komst yfir það.

Tvö slys urðu í borginni, í öðru tilvikinu féll einstaklingur af rafmagnshlaupahjóli en í hinu var um að ræða fall af hestbaki. Báðir voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×