Frumvarpið sé viðbragð við stóra kókaínmálinu og sjö vikna banni fjölmiðla Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. maí 2023 13:30 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, vill breyta lögum um meðferð einka- og sakamála til að koma í veg fyrir að dómarar geti lagt bann við því að fjölmiðlar segi frá því sem sagt er fyrir dómi svo vikum skipti. Stöð 2/Arnar Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála sem beinir sjónum að frásögn fjölmiðla af skýrslutökum úr dómsal. Frumvarpið er hugsað sem viðbragð við stóra kókaínmálinu og því ástandi sem skapaðist þegar dómari bannaði fréttaflutning úr dómsal í heilar sjö vikur. Markmið frumvarpsins er að taka allan vafa af um að bann við frásögn af skýrslutökum fyrir dómi gildi aðeins um samtímafrásögn af því sem fram kemur á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi aðila, sakborningi eða vitni stendur yfir en ekki um skýrslutökur í fleirtölu líkt og gerðist til að mynda í stóra kókaínmálinu sem er stærsta fíkniefnamál sinnar tegundar hér á landi. Þvert gegn vilja löggjafans Bann dómarans var harðlega gagnrýnt og segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og flutningsmaður frumvarpsins, málið vera ákveðið viðbragð við því. Það sé algjörlega óboðlegt að dómari geti bannað fréttaflutning svo vikum skipti. „Það gengur líka þvert gegn vilja löggjafans frá árinu 2019 þegar viðkomandi ákvæði var sett því þá var bara verið að bregðast við samtíma frásögn úr dómsal og þá var það nú meiningin að gera það út frá hverri skýrslutöku fyrir sig en ekki skýrslutökum úr heilli aðalmeðferð,“ segir Sigmar. Frumvarpið sé viðleitni í að halda í þá grundvallar afstöðu um að þinghald skuli vera opið og að almenningi komi við hvað fari þar fram. „Það veitir dómstólum og öllu aðhald og upplýsir fólk um hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir hann jafnframt. Skert fjölmiðlafrelsi Á dögunum var greint frá því að Ísland hefði fallið um þrjú sæti á milli ára í vísitölu samtakanna Blaðamenn án landamæra sem mælir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum heimsins. Það er lægsta sæti sem Ísland hefur setið í frá árinu 2016 en framan af mældist Ísland oftast nær í efstu sætum listans. „Þegar fjölmiðlar búa við lagaumhverfi sem er heftandi við það að afla upplýsinga og veita samfélaginu aðhald þá hlýtur það að auðvitað að bitna á fjölmiðlafrelsi í landinu og auðvitað stöðu okkar á þessum lista en það eru auðvitað fleiri atriði sem eru undir þar,“ segir Sigmar. Lagaumhverfi fjölmiðla verði að vera með þeim hætti að aðgengi að upplýsingum sé mikið og gagnsæi sé tryggt. Dómstólar sérstakt áhyggjuefni „Þannig að almenningur viti hvað er í gangi á hverjum stað fyrir sig. Þetta með dómstólana hefur verið sérstakt áhyggjuefni á undanförnum árum. Mér finnst svona þetta frumvarp sem ég er að leggja fram það að minnsta kosti bætir stöðuna að einhverju leyti. Þó að Ísland hafi í gegnum tíðina verið alveg ágætt á þessum lista og að við teljum að fjölmiðlafrelsi sé mikið hérna á Íslandi. Þá er það nú þannig að fjölmiðlafrelsi er ekki tekið burt í einum vetfangi það gerist svona í bitum og það hefur því miður verið þróunin á Íslandi síðasta áratuginn.“ Sigmar segir frumvarpið taka allan vafa af því að bann við frásögn gildi aðeins um skýrslutöku yfir einum aðila en ekki fleirtölu líkt og dæmi séu um. Þá hljóti að vera hægt að finna minna íþyngjandi leiðir til að koma í veg fyrir sakaspjöll heldur en að útiloka fjölmiðla frá þinghaldi með þessum hætti. Það hafi heldur ekki þjónað tilgangi sínum í þessu tiltekna máli þar sem þinghaldið var opið og hver sem er hafi getað komið og hlustað. Dómari hafi því gengið of langt án þess að ná því markmiði sem lagt var með í upphafi. Sigmar flutti málið á Alþingi í gær og segist hann hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð. Hann vonast til að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. Fjölmiðlar Viðreisn Alþingi Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu. 10. mars 2023 14:49 Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Markmið frumvarpsins er að taka allan vafa af um að bann við frásögn af skýrslutökum fyrir dómi gildi aðeins um samtímafrásögn af því sem fram kemur á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi aðila, sakborningi eða vitni stendur yfir en ekki um skýrslutökur í fleirtölu líkt og gerðist til að mynda í stóra kókaínmálinu sem er stærsta fíkniefnamál sinnar tegundar hér á landi. Þvert gegn vilja löggjafans Bann dómarans var harðlega gagnrýnt og segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og flutningsmaður frumvarpsins, málið vera ákveðið viðbragð við því. Það sé algjörlega óboðlegt að dómari geti bannað fréttaflutning svo vikum skipti. „Það gengur líka þvert gegn vilja löggjafans frá árinu 2019 þegar viðkomandi ákvæði var sett því þá var bara verið að bregðast við samtíma frásögn úr dómsal og þá var það nú meiningin að gera það út frá hverri skýrslutöku fyrir sig en ekki skýrslutökum úr heilli aðalmeðferð,“ segir Sigmar. Frumvarpið sé viðleitni í að halda í þá grundvallar afstöðu um að þinghald skuli vera opið og að almenningi komi við hvað fari þar fram. „Það veitir dómstólum og öllu aðhald og upplýsir fólk um hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir hann jafnframt. Skert fjölmiðlafrelsi Á dögunum var greint frá því að Ísland hefði fallið um þrjú sæti á milli ára í vísitölu samtakanna Blaðamenn án landamæra sem mælir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum heimsins. Það er lægsta sæti sem Ísland hefur setið í frá árinu 2016 en framan af mældist Ísland oftast nær í efstu sætum listans. „Þegar fjölmiðlar búa við lagaumhverfi sem er heftandi við það að afla upplýsinga og veita samfélaginu aðhald þá hlýtur það að auðvitað að bitna á fjölmiðlafrelsi í landinu og auðvitað stöðu okkar á þessum lista en það eru auðvitað fleiri atriði sem eru undir þar,“ segir Sigmar. Lagaumhverfi fjölmiðla verði að vera með þeim hætti að aðgengi að upplýsingum sé mikið og gagnsæi sé tryggt. Dómstólar sérstakt áhyggjuefni „Þannig að almenningur viti hvað er í gangi á hverjum stað fyrir sig. Þetta með dómstólana hefur verið sérstakt áhyggjuefni á undanförnum árum. Mér finnst svona þetta frumvarp sem ég er að leggja fram það að minnsta kosti bætir stöðuna að einhverju leyti. Þó að Ísland hafi í gegnum tíðina verið alveg ágætt á þessum lista og að við teljum að fjölmiðlafrelsi sé mikið hérna á Íslandi. Þá er það nú þannig að fjölmiðlafrelsi er ekki tekið burt í einum vetfangi það gerist svona í bitum og það hefur því miður verið þróunin á Íslandi síðasta áratuginn.“ Sigmar segir frumvarpið taka allan vafa af því að bann við frásögn gildi aðeins um skýrslutöku yfir einum aðila en ekki fleirtölu líkt og dæmi séu um. Þá hljóti að vera hægt að finna minna íþyngjandi leiðir til að koma í veg fyrir sakaspjöll heldur en að útiloka fjölmiðla frá þinghaldi með þessum hætti. Það hafi heldur ekki þjónað tilgangi sínum í þessu tiltekna máli þar sem þinghaldið var opið og hver sem er hafi getað komið og hlustað. Dómari hafi því gengið of langt án þess að ná því markmiði sem lagt var með í upphafi. Sigmar flutti málið á Alþingi í gær og segist hann hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð. Hann vonast til að frumvarpið verði að lögum sem fyrst.
Fjölmiðlar Viðreisn Alþingi Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu. 10. mars 2023 14:49 Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu. 10. mars 2023 14:49
Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00