Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 23:50 Frá tónleikum Bjarkar á Coachella í Kaliforníufylki fyrir skemmstu. Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. „Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27